Fóru fremst í röðina

„Við sjáum alltaf betur og betur hvað það var mikilvægt …
„Við sjáum alltaf betur og betur hvað það var mikilvægt að vera búin að byggja upp traustan heimamarkað. Það var líka alltaf hluti af hugmyndinni að gera aldrei neitt sem væri bara hugsað fyrir ferðamenn. Við gerum þetta fyrir okkur sjálf og það hefur virkað mjög vel,“ segir Bergþóra. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Farmers Market, segist hafa lært margt á þeim tíma sem faraldurinn hefur geisað hér á landi. Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir áfalli eins og aðrir í upphafi síðasta árs hafi hún og eiginmaður hennar og meðeigandi, Jóel Pálsson, ákveðið að pakka ekki í vörn heldur sækja fram og halda áfram að þróa nýjar vörur.

Rekstur hönnunarfyrirtækisins Farmers Market á síðasta ári gekk vonum framar þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Árið reyndist eitt það besta í sögu félagsins. Tekjurnar stóðu nánast í stað frá fyrra ári og voru um 250 milljónir króna sem skilaði félaginu réttum megin við núllið. Þar hefur það reyndar verið allt frá stofnun fyrir 16 árum.