Konur skila meiri tekjum
Ef gáfuðum lífverum frá annarri plánetu yrði leyft að horfa á nokkrar vinsælar kvikmyndir frá jörðu myndu þær líklega halda að konur séu mun færri en karlar, að minnsta kosti ómerkilegri.
Staðreyndin er einfaldlega sú að konur eru talsvert minna sýnilegar í kvikmyndum en karlar og séu þær sýnilegar þá er tilgangur þeirra oft einungis að styðja við sögu karlmannsins sem er í aðalhlutverki.
Rannsókn sem gerð var árið 2014 sýndi að 31% titlaðra hlutverka í Bandaríkjunum fóru til kvenna á árunum 2010-13 og 23% kvikmynda höfðu kvenkyns söguhetju í aðal- eða aukahlutverki. Þá leikstýrðu konur aðeins 7% kvikmynda á þessum árum.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.