Íbúar Þorlákshafnar ánægðastir

Yfirgnæfandi meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í 16 stærri bæjum utan þess er frekar eða mjög ánægður með búsetuna í sínu bæjarfélagi. 4% eru frekar eða mjög óánægð.

Ánægja með búsetuna er þó mismunandi eftir bæjarfélögum. Mest ánægja virðist vera meðal íbúa Þorlákshafnar, Grindavíkur, Hveragerðis og Akraness en í Reykjavík austan Elliðaár, í Vogum og Borgarnesi er hlutfall þeirra sem segjast mjög ánægðir með búsetu sína talsvert lægra, eða undir 40%.

Í höfuðborginni austan Elliðaár er þó hlutfall þeirra sem segjast frekar ánægðir með búsetuna hærra en annars staðar eða 49%.