Metaðsókn á Jaðarsvelli
„Sumarið var algjörlega frábært á Jaðri,“ segir Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Aðsóknarmet var slegið í fyrrasumar og nú stefnir allt í að það verði snarlega slegið í ár. Þátttaka í mótum var með mesta móti og yfir 200 manns skráðir til leiks í þremur stórmótum sumarsins. Íslandsmótið fór fram á Jaðarsvelli og vakti að venju athygli.
Steindór segir ánægjulegt að upplifa aukna golfiðkun almennings og vinsældir Jaðarsvallar. „Við vorum mjög ánægðir í fyrrasumar með mikla og góða aðsókn en áttum ekki endilega von á að metið sem þá var sett yrði slegið strax næsta sumar á eftir,“ segir hann.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.