Fara frá Afganistan eftir tveggja áratuga hersetu
Loftbrúnni frá alþjóðaflugvellinum Hamid Karzai í Kabúl, höfuðborg Afganistans, var lokað í gær þegar síðasta flugvél Bandaríkjahers tók á loft rétt fyrir miðnætti að staðartíma. Var það gert í samráði við talíbana sem nú hafa tekið yfir alla stjórn í Afganistan. Lýkur þar með tveggja áratuga langri hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í landinu.
Snemma í gærmorgun virkjaðist eldflaugavarnakerfi Bandaríkjahers í námunda við flugvöllinn eftir að vígamenn skutu á loft eldflaugum. Minnst fimm eldflaugum var grandað af kerfinu, að því er fram kemur í umfjöllun fréttaveitu Reuters. Var flaugunum skotið frá pallbifreið sem lagt hafði verið í Kabúl. Einhverjar eldflaugar sprungu innan borgarinnar, en ekki er talið að vestrænt herlið hafi verið í hættu vegna þessa. Fullyrt er að liðsmenn Ríkis íslams, svonefndir ISIS-K-liðar, beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Þeir eru einnig sagðir bera ábyrgð á nýlegri sjálfsvígssprengjuárás nærri alþjóðaflugvellinum hvar vel á annað hundrað...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.