Þar sem allt hefur farið úrskeiðis
Í vor var ég hársbreidd frá því að ættleiða dobermann-hvolp, og ef ég hefði ekki hann Youssef minn til að hafa hemil á mér væri ég líklega skrifandi þennan pistil undir vökulu auga tignarlegs varðhunds af þýskum ættum. Litli hvolpurinn hafði verið bitinn í andlitið af stærri hundi svo hann missti annað augað og eigandinn – verandi hreinræktað fúlmenni með komplexa – ætlaði að láta svæfa skinnið út af þessu minniháttar lýti. Góðhjartaður dýralæknir greip inn í, tók hvolpinn að sér og fann honum á endanum gott heimili.
Þó ég hafi ekki fengið að ættleiða hvolpinn (og hafi á tímabili verið svo spældur að mig langaði helst að biðja dýralækninn að finna líka nýtt heimili fyrir Youssef), þá var ég kominn það langt í ferlinu að vera byrjaður að velta vöngum yfir hvað gæti verið gott nafn á svona sérstakan hund. Jean-Luc er ofarlega á lista, í höfuðið á geim-sósíalistanum óskeikula Picard sem Patrick Stewart lék (og leikur enn) í Star Trek-þáttunum. En kannski...