Þúsundir hurfu í ísað Eystrasaltið

Wilhelm Gustloff sést hér við bryggju í Gdansk í Póllandi. …
Wilhelm Gustloff sést hér við bryggju í Gdansk í Póllandi. Myndin er tekin haustið 1939. Ljósmynd/Bundesarchiv

Hinn 30. janúar 1945 sigldi þýska herskálaskipið Wilhelm Gustloff frá hafnarborginni Gotenhafen, nú Gdynia í norðurhluta Póllands. Um borð voru um 10.600 sálir; áhöfn, hermenn, sjóliðar, flóttafólk og -börn. Tilgangur ferðarinnar var að koma farþegum undan stórsókn Rauða hersins með því að flytja þá vestur yfir ísað Eystrasaltið. Þangað komst fólkið þó aldrei því eftir skamma siglingu lá þetta rúmlega 25 þúsund tonna skip á hliðinni. Hafði þá sovéskur kafbátur ráðist á það án fyrirvara skammt undan Danzig. Yfir 9.300 manns fórust með Wilhelm Gustloff þetta kvöld, þar af um 5 þúsund börn. Árás Sovétmanna á Wilhelm Gustloff er mesti skipsskaði sögunnar.

Smíði á MV Wilhelm Gustloff hófst árið 1936 í skipasmíðastöð Blohm & Voss í Hamborg. Skipið var 208 metrar á lengd, um 25.500 tonn á þyngd og knúið áfram af fjórum öflugum MAN-dísilmótorum sem tryggt gátu 15 hnúta siglingahraða. Voru það orlofssamtök verkamanna, Kraft durch Freude (KdF), eða kraftur í gegnum gleði, sem...