Ég hélt hann væri dáinn

„Þeir hefðu drepið mig. Þeir voru byrjaðir að ganga hús …
„Þeir hefðu drepið mig. Þeir voru byrjaðir að ganga hús úr húsi að leita að fólki sem vann fyrir ríkisstjórnina og þá sérstaklega konum,“ segir Zeba Sultani. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Það er nokkuð einkennileg tilfinning að bruna á fína bílnum sínum til fundar við flóttafólk sem á nákvæmlega ekkert. Engar veraldlegar eigur, ekkert húsnæði, ekkert heimaland, enga peninga. Varla meira en fötin sem það stendur í. Það er þó ekki það versta því hjónin Zeba og Khairullah þurftu að skilja litla barnið sitt eftir í Afganistan.

Hjónin eru bæði hámenntuð og hafa unnið fyrir ríkisstjórnina, hún í jafnréttis- og kvennamálum. Þau tilheyra því hópi fólks sem er í hvað mestri lífshættu. Eina leiðin til að halda lífi var að flýja land og fyrir guðs mildi hafði Zeba stundað hér nám í fyrra við Jafnréttisskólann sem er liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu íslenskra stjórnvalda. Hún var því sett á dýrmætan lista fólks sem Ísland bauð skjól. Kornabarnið var næstum dáið í öngþveitinu fyrir utan flugvöllinn og þurftu hjónin því að taka þá erfiðu ákvörðun að skilja drenginn eftir í þeirri von að fá hann síðar til sín.

Þeir...