Ég heiti Ósímandjas
Ég held það hafi verið á gelgjuskeiðinu að það hvarflaði fyrst að mér að það gæti verið gaman ef ég léti að mér kveða í pólitík. Fyrir bólugrafinn slána með æðarnar stútfullar af testósteróni var það ómótstæðileg tilhugsun að hafa einhver völd og fá að rölta endrum og sinnum upp í ræðustól á Alþingi – sperrtur og rogginn í glerfínum jakkafötum – og láta þar gamminn geysa svo að skopteiknararnir hefðu einhvern efnivið til að moða úr.
Þessir draumórar hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar ég var í kringum tvítugt og rak augun í blaðagrein um nýja rannsókn sem sýndi að af öllum starfsstéttum væru það stjórnmálamenn sem fengju minnstan svefn. Ég þarf mínar 8-9 klukkustundir í fletinu og makindalegan morgunverð, svo fyrr en varði höfðu minn innri nautnaseggur og minn innri letingi tekið höndum saman og kálað mínum innri ungpólitíkus.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.