Unga fólkið vill ekki streða
Það er tímabært að ljóstra því upp við lesendur að það er ellefu ára aldursmunur á mér og honum Youssef mínum sem af og til bregður fyrir í pistlunum sem ég skrifa. Aldursbilið kemur ekki að sök – amor omnia vincit eins og Rómverjarnir sögðu. Fyrir mína parta dregur aldursmunurinn stórlega úr líkunum á að ég finni einhvern tíma hjá mér þörf fyrir að yngja upp og Youssef virðist bara verða hrifnari af mér eftir því sem gráu hárunum í skegginu fjölgar.
En Youssef var enn í menntaskóla þegar við kynntumst fyrir röskum áratug og eitt af því sem ég hafði áhyggjur af var að ég hafði enga hugmynd um hvernig þessi ómótstæðilega kynbomba myndi standa sig á vinnumarkaði. Var ég kannski að binda mitt trúss við mann sem nennti ekki að vinna og kynni ekki að láta hendur standa fram úr ermum? Eru ekki yngri kynslóðirnar þekktar fyrir að vera latar og tilætlunarsamar teprur?
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.