Hilmar dreymir um slysalaust ár á sjó

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985 og Hilmar Snorrason hefur verið skólastjóri hans í rúm 30 ár. „Ég var skipstjóri á Öskju, skipi Skipaútgerðar ríkisins, hafði tekið þar til hendi í öryggisfræðslu, var beðinn að halda erindi á ráðstefnu um öryggismál á vegum samgönguráðuneytisins 1990 og í kjölfarið buðu forráðamenn Slysavarnafélagsins mér að taka við skólanum,“ segir hann um byrjunina. „Ég tók við 1. september 1991 og þá vissi ég ekki að Skipaútgerðin var sökkvandi skip en hún var lögð niður um næstu áramót.“

Fyrsta árið var skólinn í húsnæði Slysavarnafélagsins á Grandagarði. Varðskipið Þór var keypt fyrir 1.000 krónur 1986 og þá færðist kennslan um borð í hann. Ríkisstjórnin gaf Slysavarnafélaginu Akraborg 1998, ferjunni var breytt í skóla og fékk nafnið Sæbjörg. Til stendur að færa skipið og þar með skólann úr Austurhöfn að Bótarbryggju á Grandagarði í haust. Stjórnendur hafa leitt hugann að nýju skipi og hefur helst verið staldrað við...