Karíus og Baktus að bíða eftir Godot
Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval er umfjöllunarefni nýrrar fjölskyldusýningar sem frumsýnd verður á Litla sviði Borgarleikhússins á morgun, laugardag, kl. 14 og nefnist einfaldlega Kjarval. Er sýningin að hluta til byggð á verðlaunabók Margrétar Tryggvadóttur um listamanninn.
Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Stefán Hallur Stefánsson og leikarar Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson. Úlfur Eldjárn samdi tónlistina og Guðný Hrund Sigurðardóttir hannaði leikmynd og búninga.
„Þetta er sýning ætluð börnum á hinum klassíska aldri frá 8 til 88 ára. Ég myndi segja að þetta væri tilvalin sýning bæði fyrir yngstu eða yngri kynslóðina til að uppgötva og komast í fyrstu kynni við listamanninn og fyrir eldri kynslóðir til að endurvekja gömul og góð,“ segir Stefán Hallur.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.