Hvað er spark án marks?
Ein frægasta ljósmynd sparksögunnar er af vesturþýska markverðinum Hans Tilkowski að horfa á eftir knettinum hrökkva niður af þverslánni eftir skot Geoffs Hursts í framlengingu úrslitaleiksins gegn Englendingum á Wembley-leikvanginum í Lundúnum 30. júlí 1966. Allir vita hvað gerðist næst, knöttinn bar eitt augnablik við svörðinn og rússneski línuvörðurinn, eins og sú ágæta stétt hét í þá daga, Tofiq Bakhramov, flaggaði í ofboði og svissneski dómarinn Gottfried Dienst dæmdi mark. Eitt það umdeildasta sem um getur enda voru ekki allir sannfærðir um að tuðran hefði farið yfir línuna. Heimamenn voru þó ekki í nokkrum vafa enda breiddi þeirra næsti maður, eini Englendingurinn á téðri ljósmynd, Roger Hunt, út faðminn til marks um það að boltinn væri inni. Hann var orðlagt séntilmenni og þjóðin þurfti ekki frekari vitna við. Það var ekki að ósekju að stuðningsmenn félagsliðs Hunts, Liverpool, kölluðu hann aldrei annað en Sir Roger, og kærðu sig kollótta um að hann hefði aldrei fengið...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.