Ríkið hætti að framleiða pappírsskjöl
Að mati Þjóðskjalasafns liggur vandinn einkum í því að ríkið hefur ekki innleitt rafræna skjalavörslu af nægilegum krafti. Það hefur leitt til þess að stofnanir eru að prenta út rafræn gögn á pappír til varðveislu þannig að frá 2012 hefur pappírsmagnið aukist um 112% hjá ríkinu.“
Þetta segir Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns, þegar hann er inntur eftir skýringum á þeirri gífurlegu fjölgun pappírsskjala hjá opinberum stofnunum sem í ljós kom við við eftirlitskönnun í sumar sem leið. Skýrsla um málið var birt í síðustu viku. „Ef rafræn skjalavarsla er innleidd hjá stofnunum, embættum og fyrirtækjum ríkisins minnkar þörfin á miklu húsnæði undir pappírsskjöl, bæði hjá stofnunum og Þjóðskjalasafni,“ segir hann.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.