Allir ættu að eiga aflandsfélag
Fyrir mörgum árum átti ég erindi til Hong Kong og ákvað að nota ferðina til að skoða möguleikann á því að stofna þar lítið og lágstemmt skúffufyrirtæki. Ég hef gaman af alls konar bralli og líkt og Hómer Simpson fæ ég reglulega misgóðar viðskiptahugmyndir sem ég ímynda mér að hljóti að geta gert mig ríkan á augabragði. Hugsaði ég sem svo að þegar eitt af mínum Napóleonsplönum gengur upp og milljónirnar byrja loksins að streyma inn væri vissara að geta beint peningunum á öruggan stað, utan seilingar útsendara embættis ríkisskattstjóra.
Ég heimsótti tvö eða þrjú fyrirtæki sem sérhæfa sig í að aðstoða útlendinga við að stofna aflandsfélög og uppgötvaði, mér til mikillar ánægju, að það er ekkert sérstaklega dýrt eða flókið fyrir einstakling að stofna félag á lágskattasvæðinu Hong Kong. Á einum staðnum hafði m.a.s. einhver misskilið tölvupóstinn sem ég sendi á undan mér svo að búið var að útbúa alla pappíra og það eina sem vantaði var að ég kvittaði undir og greiddi fyrir sem...