Húsin í Kolasundi fyrirmyndin
Yrki arkitektar hlutu nýlega alþjóðlega viðurkenningu artitektúrvefsins A+ 2021 fyrir söluhúsin við Ægisgarð í flokknum „Commercial-Coworking Space“. Söluhúsin voru eitt af fimm verkefnum víða um heim sem tilnefnd voru.
„Verkefnið er einstaklega vel heppnað og húsin njóta mikillar athygli vegfarenda,“ segir í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna, sem stóðu fyrir byggingu húsanna. Horfin hús við Kolasund í Reykjavík voru kveikjan að útliti söluhúsanna, en þau hús má sjá á gömlum svarthvítum ljósmyndum frá fyrri tíð.
Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna, verkfræðihönnun var í höndum Hnits og Verkís, aðalverktaki var E. Sigurðsson ehf. Söluhúsin eru sjö talsins auk almenningssalernis. Þau eru tengd saman með viðarpöllum og geymsluskúrum undir alls kyns búnað.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.