Frelsið meira á ljóðasöngssviðinu
„Mig hafði lengi langað að gefa út disk og gafst kærkomið tækifæri til þess í heimsfaraldrinum þegar önnur verkefni duttu óvænt upp fyrir,“ segir Andri Björn Róbertsson bass-barítón um diskinn Thorsteinson & Schumann sem kemur út undir merkjum belgíska útgáfufyrirtækisins Fuga Libera síðar í þessum mánuði, en um er að ræða fyrsta sólódisk Andra. Rifjar hann upp að snemma árs 2020 hafi hann verið staddur í Hollandi þar sem til stóð að hann myndi syngja við Hollensku þjóðaróperuna auk þess sem hann átti að snúa aftur til Óperunnar í Zürich til að syngja í Jóhannesarpassíunni með La Scintilla-hljómsveitinni undir stjórn Riccardos Minasi og endurtaka hlutverk sín í Lessons in Love and Violence eftir George Benjamin í Châtelet-leikhúsinu, en öllum var þessum uppfærslum aflýst vegna Covid. „Þegar ég kom heim frá Amsterdam settist ég því niður og fór að skoða hvað ég ætti að gera nú þegar búið væri að fresta öllum verkefnum um ótilgreindan...