Og veturinn er bara rétt að byrja
Ein besta leiðin til að hleypa öllu í háaloft á sagnfræðiráðstefnu er að hefja rifrildi um það hvort 17. öldin hafi verið einstakt átaka- og ólgutímabil í mannkynssögunni.
Um miðja síðustu öld fór sú kenning á kreik innan stéttarinnar að 17. öldin hefði verið vendipunktur engum öðrum líkur: að þá hefðu orðið meiriháttar kaflaskil sem einkenndust af togstreitu á hér um bil öllum sviðum sem svo leiddi til uppreisna og hernaðarátaka í Evrópu og víðar. Endurreisnin og siðaskiptin höfðu breytt hugsunarhætti og heimssýn fólks og aldagömul veldi liðuðust í sundur í blóðugum styrjöldum. Í Englandi var Karl I gerður höfðinu styttri en í Istanbúl var Ibrahím soldán kyrktur af stórum og sterkum böðli á meðan meðlimir hirðarinnar fylgdust með. Ming-veldið í Kína leið undir lok eftir að bændastéttin gerði uppreisn og í Mógúlveldinu á Indlandsskaga var allt á suðpunkti. Var eins og heimsbyggðin öll hefði ákveðið að fara á taugum á sama tíma.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.