Hér brýst smekkspilling og vítisstefna til valda
Sumarið 1921 birtist í Morgunblaðinu viðtal við 22 ára gamlan tónlistarmann, Jón Leifs, sem þá var nýsnúinn heim úr tónlistarnámi í Leipzig, eða Hlaupsigum, eins og það kallast upp á íslensku. Þar lýsti hann vilja sínum til að koma á fót í Reykjavík strokorkestri, eða strengjasveit eins og það myndi líklega heita í dag. Tveimur mánuðum síðar ritaði Jón bréf í Morgunblaðið, þar sem hann sagði árangur af strokhljóðfæraæfingum næstu sex vikur á undan ekki hafa verið eins og að var stefnt. Vildi hann gera grein fyrir ástæðum þess.
Jón kvaðst þekkja tólf menn í Reykjavík sem gætu leikið svo á strokhljóðfæri, að þeir væru nothæfir í strokorkestri, sem tæki létt lög til meðferðar og yrði þaulæft með nákvæmni. Síðan nafngreindi hann þessa menn.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.