Þegar stríðshetjur misstíga sig
Þeir sem komast til áhrifa og valda þurfa að vara sig á því að þeirra verður ekki minnst fyrir allt það sem heppnaðist vel, heldur fyrir það sem fór úrskeiðis.
Colin Powell lést á mánudag vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Powell, sem var 84 ára gamall, var fullbólusettur en glímdi við mergæxli sem hefur líklega veiklað ónæmiskerfi hans svo að líkaminn gat ekki varist veirunni sem skyldi. Leið ekki langur tími frá því fréttir bárust af andláti Powells og þar til skítkastið hófst á samfélagsmiðlum. Skyldi engan furða, enda var Powell andlit bandarískrar hernaðar- og íhlutunarstefnu í nærri aldarfjórðung, með öllum þeim óvinsældum sem því fylgja.
Í greinum sínum um Powell hafa fjölmiðlar rifjað upp hápunktana á löngum ferli hans sem hermaður og embættismaður: allt frá Víetnam til Panama, Kúveit, Afganistan og Írak. Það á örugglega við um fleiri en mig að þessi fréttaflutningur hefur fengið mig til að staldra við og bera hernaðarlegt...