Ný „Spútník-krísa“ runnin upp?
Segja má að nokkurs konar „Spútník“-krísa ríki meðal bandarískra leyniþjónustustofnana og embættismanna eftir að Financial Times greindi frá því um síðustu helgi að Kínverjar hefðu skotið á loft ofurhljóðfrárri eldflaug, það er eldflaug sem ferðast geti á minnst fimmföldum hljóðhraða.
Þó að Kínverjar bæru fréttina alfarið til baka og segðust einungis hafa verið að prófa sig áfram með endurnýtanlegar eldflaugar í geimkönnunarskyni, voru ekki margir sérfræðingar í þessum efnum vestanhafs sem tóku mark á þeim mótbárum. Þess í stað þóttu fregnirnar staðfesta öðru fremur hversu skammt á veg komnir Bandaríkjamenn eru sjálfir í þróun þessarar nýju tækni, sem gæti umbreytt hernaði 21. aldarinnar.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.