Voðaskot vekur spurningar
Rannsókn lögreglunnar í Nýju-Mexíkó á atvikinu á fimmtudaginn þar sem leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökumanninn Halynu Hutchins til bana með leikmunabyssu beinist nú að Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar, sem og Hönnuh Gutierrez-Reed, sem sá um öryggi skotvopna á tökustað. Atvikið hefur vakið alvarlegar spurningar um öryggi á tökustöðum, sér í lagi þegar skotvopn eru notuð.
Hutchins var 42 ára þegar slysið átti sér stað, en Baldwin hæfði einnig leikstjórann Joel Souza, er hann kraup að baki hennar. Kvikmyndin sem þau voru að taka upp heitir Rust, og á að gerast í Kansas í villta vestrinu. Voru þau að stilla upp myndavélinni í æfingu fyrir næsta atriði, þar sem karakter Baldwins átti að ganga út úr kirkju og skjóta í áttina að myndavélinni.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.