Löngu, löngu tímabær sögulok

Páfinn heimsækir Slóvakíu í sinni síðustu ferð með Alitalia. Flugfélagið …
Páfinn heimsækir Slóvakíu í sinni síðustu ferð með Alitalia. Flugfélagið hefur alltaf haft á sér mjög sérstakan blæ. AFP

Oft hjálpar það mér til að skilja betur fréttir líðandi stundar að spegla þær í atburðum sem fjallað er um í sögubókunum, eða í verkum rithöfunda og tónskálda. Þegar kom að því að skrifa pistil um endalok Alitalia lá því beinast við að renna í gegnum ítölsku óperubókmenntirnar og reyna að finna þar söguþráð eða ólánsama hetju sem ætti eitthvað sameiginlegt með ítalska ríkisflugfélaginu og örlögum þess.

Væri kannski hægt að leita í smiðju Leoncavallo og vísa í Pagliacci þar sem allt endar með ósköpum? Eða finna líkindi með Ástarelíxír Donizettís þar sem óvænt fjárhagsleg innspýting heldur söguþræðinum gangandi?

Var það ekki fyrr en ég leitaði ráða hjá kollega mínum að hann benti mér á að Verdi hefði allt eins getað verið með Alitalia í huga þegar hann samdi óperuna La traviata um gleðikonuna ólánsömu Víólettu: „Hún er alla óperuna að geispa golunni og svo þegar það loksins gerist er öllum í raun nokkurn veginn sama,“ sagði...