Maðurinn einokar illskuna

Garrí Kasparov, stórmeistari og fyrrverandi heimsmeistari í skák, tefldi fjöltefli …
Garrí Kasparov, stórmeistari og fyrrverandi heimsmeistari í skák, tefldi fjöltefli á netráðstefnunni í Lissabon 1. til 4. nóvebmer. Ráðstefnan nefnist Web Summit og er viðamesti viðburðurinn í tæknigeiranum í Evrópu. AFP

Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur greinilega ekki látið það á sig fá þegar hann tapaði einvíginu við Djúpbláa, ofurtölvu IBM, á tíunda áratugnum því hann er sannfærður um að helsta ógnin þessa dagana sé maðurinn, ekki gervigreind.

Kasparov er heillaður af tækni og vísindum og á netráðstefnunni, sem haldin var í Lissabon í Portúgal í vikunni, ræddi hann við AFP um vaxandi umfang gervigreindar í samfélaginu þegar hann hafði lokið sér af við að tefla fjöltefli við tíu manns. Þarf vart að taka fram að hann hafði betur í öllum skákunum á 45 mínútum.

Engin vísbending um ógn