Hvað ef Madagaskar væri ríkt land?

Læknar vigta stúlkubarn í Madagaskar. Landið er í hópi þeirra …
Læknar vigta stúlkubarn í Madagaskar. Landið er í hópi þeirra fátækustu í heimi og hefur enga burði til að bregðast við langvarandi þurrkatímabili. AFP

Stundum læt ég mig dreyma um að segja skilið við blaðamannsstarfið og gerast í staðinn heimsins glæsilegasti diplómati. Í draumórunum hef ég fjárfest í glerfínum tvíhnepptum jakkafötum og þeytist á milli funda um allan heim: friðarviðræður hér, neyðaraðstoð þar, og nokkur kokteilboð inn á milli. Kaffi og kökur með Lagarde í dag, og kvöldstund í Bolshoi-leikhúsinu með Pútín á morgun.

En ég þarf ekki annað en að skoða fréttamyndir frá fundum alþjóðastofnana til að átta mig á að blaðamennskan er ekki svo slæm, og tvíhneppt jakkaföt geta farið að virka eins og spennitreyja þegar hlýða þarf á löng og innihaldsrýr ræðuhöld, eða sitja hvern fundinn á fætur öðrum þar sem ekki tekst að koma neinu í verk.