Undiralda sem ýtir af stað samtali
Þetta verk fjallar ekki um ástandið heldur er það fremur samtal samtímans með tungumáli fortíðarinnar,“ segir hljóðlistakonan og tónskáldið Ingibjörg Friðriksdóttir, sem er þekkt undir listamannsnafninu Inki, um verk sitt Meira ástandið, eða Quite the Situation, en efniviður verksins er greinaskrif Íslendinga frá stríðsárunum. Verkið er þrískipt en það samanstendur af bókverki, plötuútgáfu sem gefin var út af Inni Music og hljóð- og vídeóinnsetningu sem frumsýnd var í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík í júní.
Í sinni listsköpun hefur Ingibjörg unnið mikið með listformið sem fyrirbæri. „Ég er tónskáld en hef unnið mikið með að teygja mörk þess að semja tónlist. Ég hef áður gert mikið af hljóð- og vídeóinnsetningum og smíðað mín eigin hljóðfæri.“
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.