Hrífandi bíltúr um söguna
Það er alltaf fagnaðarefni fyrir áhugamenn um bíla þegar Örn Sigurðsson sendir frá sér nýja bók. Örn, sem er landfræðingur að mennt og var formaður Fornbílaklúbbs Íslands í áratug, er sennilega fróðasti bílasagnfræðingur Íslands og hefur sent frá sér fjölda merkilegra rita um sviðið.
Árið 2003 gaf hann út, í samvinnu við Ingiberg Bjarnason, bókina Íslenska bílaöldin þar sem saga bílsins á Íslandi var rakin. Næst kom Króm og hvítir hringir árið 2014 þar sem farið var í saumana á sígildum bílategundum síðustu aldar, og árið 2016 kom út Gullöld bílsins sem fjallaði um fimmta og sjötta áratuginn og blómaskeið bandarísku bílarisanna. Í bókinni Auðnustjarnan, sem kom út árið 2017, rýndi Örn í sögu Mercedes-Benz, en í Kraftbílum, árið 2019, voru bandaríska hestaflastríðinu gerð skil með fræðandi texta og yfir fimm hundruð myndum.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.