Faraldurinn er búinn í Flórída
Fyrr í mánuðinum kom upp kórónuveirusmit í blokk í borginni Shangrao í Kína og var íbúunum skipað að flytja á sóttvarnahótel. Ein þeirra, kona að nafni Fù, gerði eins og henni var sagt en þurfti að skilja litla corgi-hundinn sinn eftir.
Þar sem Fù beið átekta á hótelherbergi sínu fór síminn hennar að pípa: öryggiskerfið í íbúðinni hafði greint mannaferðir og sýndi henni í beinni útsendingu að tvær manneskjur klæddar í hlífðarfatnað frá hvirfli til ilja höfðu brotið sér leið inn í íbúðina og voru að berja litla hundinn hennar með járnstöngum.
Á upptökunni, sem dreift var á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, má sjá vesalings skinnið veina og reyna að flýja höggin. Hundurinn reynir að fela sig undir borði en festir eina loppuna. Honum tekst að losa sig og hleypur inn í næsta herbergi og út fyrir sjónsvið öryggismyndavélarinnar, með óboðnu gestina á hælunum. Fù gat talað við fólkið í íbúðinni í gegnum öryggiskerfið og biðlaði til þess að láta hundinn í friði, en það tók...