Mitt ástarbréf til Íslands

„Ég kalla bókina líka mitt ástarbréf til Íslands því mér …
„Ég kalla bókina líka mitt ástarbréf til Íslands því mér þykir svo vænt um landið. Ég fæddist ekki hér fyrir tilviljun heldur þurfti að ákveða að Ísland yrði landið mitt og því finnst mér ég aðeins geta montað mig meira erlendis af landinu,“ segir Eliza Reid forsetafrú Íslands. Morgunblaðið/Ásdís

Það snjóar hressilega á leiðinni á Bessastaði og skyggni er lítið sem ekkert. En um leið og blaðamaður nálgast Álftanes birtir til og undurfallegt útsýni blasir við; höfuðborgin handan við fjörðinn og hrímhvít Esjan. Forsetafrúin Eliza Reid tekur á móti blaðamanni og býður inn í bókaherbergi þar sem við fáum okkur sæti og því lýstur niður í huga blaðamanns að þarna hefur margt gott fólk áður hist, þjóðhöfðingjar og annað fyrirfólk. Það er alltaf hátíðlegt að koma á Bessastaði og gaman að fá að setjast niður í kaffi með forsetafrúnni sem nú hefur gefið út sína fyrstu bók, Sprakka.

Saga margra íslenskra kvenna