Mannvænt umhverfi í borgum og bæjum

Í nýjum miðbæ á Selfossi eru fyrirmyndirnar sóttar í fortíðina.
Í nýjum miðbæ á Selfossi eru fyrirmyndirnar sóttar í fortíðina. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Loftslagsógnin er mikilvægasta breytan í skipulagsmálum nútímans. Með ákvörðunum um hvernig landnýting og byggð þróast höfum við áhrif á hve mikið við losum og bindum af gróðurhúsalofttegundum og hvernig við aðlögumst nýjum aðstæðum vegna breytinga á veðurfari. Ákvarðanir samkvæmt skipulagi um staðsetningu og tilhögun byggðar, samgöngur og ferðamáta, orkunýtingu og ráðstöfun lands í dreifbýli til fæðuframleiðslu, votlendisverndar og skógræktar ræður miklu um það hvernig kolefnisspor þróast til framtíðar. Þetta segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar.

Styttir vegalengdir í daglegu lífi