Lifði tvo stóratburði 20. aldar
Aðfaranótt mánudagsins 15. apríl 1912 sökk breska skemmtiferðaskipið RMS Titanic í kalt Atlantshafið. Hafði skipið verið sagt ósökkvanlegt og segir sagan að við sjósetningu þess hafi starfsmaður skipafélagsins gengið svo langt að lýsa því yfir að sjálfur Guð gæti ekki sökkt þessum lúxusrisa. Annað kom þó á daginn þegar ísjaki veitti skipinu náðarhöggið. Af þeim 2.223 sálum sem um borð voru þessa örlagaríku nótt áttu 1.514 eftir að týna lífi. Dagana 26. maí til 4. júní 1940 gerðist hið óhugsandi á nýjan leik þegar um 340 þúsund breskum og frönskum hermönnum var bjargað frá ströndum Dunkirk í norðurhluta Frakklands. Aðgerðin kallaðist Dýnamó og hefur henni verið lýst sem kraftaverki. Fyrir einstakling að verða vitni að öðrum þessara stóratburða 19. aldar hlýtur að teljast merkilegt en að verða vitni að báðum er svo gott sem óhugsandi. Það gerði þó maður að nafni Charles Herbert Lightoller.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.