Hótel Trumps eru full af Kínverjum

Xi Jinping skoðar heiðursvörð. Það sem stjórnvöld í Kína vilja …
Xi Jinping skoðar heiðursvörð. Það sem stjórnvöld í Kína vilja er ekki endilega það sem kínverskur almenningur vill. AFP

Nýverið átti ég samtal við agalega skemmtilegan og fróðan mann sem hefur starfað í íslenskum sjávarútvegi um áratuga skeið. Barst talið að því hvernig innflutningsbann Rússa frá árinu 2015 hefur bitnað af miklum þunga á þeim íslensku fyrirtækjum sem veiða og selja uppsjávartegundir. Eins og lesendur muna var ákvörðun Rússa svar við þvingunaraðgerðum 40 ríkja vegna hernaðarbrölts Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu.

Flest bendir til að af öllum bandalagsþjóðunum hafi innflutningsbann Rússa valdið Íslandi hlutfallslega mestu tjóni og má slumpa á að tap íslensks sjávarútvegs nemi um og yfir 10 milljörðum króna fyrir hvert ár sem Rússlandsmarkaður er lokaður.