Vannýttur auður í vatni Viktoríu
Viktoríuvatn er í austanverðri Afríku nánast á miðbaug. Það er um 69 þúsund ferkílómetrar á stærð, sem jafngildir nærri tveimur þriðju af flatarmáli Íslands, og þriðja stærsta stöðuvatn heims á eftir Miklavatni í Norður-Ameríku og Kaspíahafi. Vatnið er að meðaltali 40 metra djúpt og dýpst 80 metrar. Það er eitt frjósamasta ferskvatn heims og er árlegur afli nálægt milljón tonnum, eða um 1% af afla villtra fiskistofna í heiminum.
Nokkrar tegundir verðmætra fiskistofna er að finna í Viktoríuvatni og er nílarkarfi þeirra verðmætastur. Vatnið skiptist milli þriggja landa og er hlutur Tansaníu 51%, hlutur Úganda 43% og hlutur Kenía 6% en samanlagt búa um 160 milljónir manna í löndunum þremur. Við vatnið er þéttbýlt, enda er það mikil uppspretta atvinnu og umhverfið frjósamt. Löndin þrjú hafa komið sér saman um að sameiginleg stofnun, Fiskveiðistofnun Viktoríuvatns (LVFO), skuli stýra veiðum í vatninu.
Fiskveiðistjórnun þar er hins vegar veikburða,...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.