Nokkrar mýtur leiðréttar (yfir jólamatnum)

Roosevelt var útsmoginn pólitíkus en hafði engan skilning á hagfræði.
Roosevelt var útsmoginn pólitíkus en hafði engan skilning á hagfræði.

Mér finnst það ágætisæfing að karpa um stjórnmálaheimspeki og stjórnmálasögu á samfélagsmiðlum. Sjaldan enda þannig rifrildi með því að andstæðingurinn játar sig sigraðan, en það er samt alltaf gagnlegt að fá tækifæri til að skerpa á eigin hugsun, leita að nýjum rökum og freista þess að finna gloppur í málflutningi mótherjans.

Það getur samt orðið þreytandi, til lengdar, að þurfa sí og æ að leiðrétta sömu ranghugmyndirnar. Ýmsar mýtur hafa náð mikilli útbreiðslu og bjagað skilning fólks á hagsögunni og hagfræðilegum lögmálum. Væri upplagt ef lesendur notuðu tækifærið, í jólaboðunum fram undan, til að ræða þessar mýtur og reyna að komast til botns í því hvað er satt og rétt.