Horft á mannlega þætti stríðsins
„Ég er mjög upp með mér að bókin hafi verið þýdd á íslensku, en við vitum auðvitað að þjóð ykkar er ein mesta bókaþjóð veraldar,“ segir Max Hastings, einn þekktasti sagnfræðingur Bretlands, en bók hans um síðari heimsstyrjöld frá 2011, All Hell Let Loose, hefur nú verið þýdd á íslensku undir heitinu Vítislogar – heimur í stríði 1939-1945.
Hastings segir að hann hafi með bók sinni viljað brjóta niður nokkrar lífseigar mýtur hjá bresku þjóðinni um styrjöldina. „Kynslóð föður míns tók upp mjög þjóðernissinnaða sýn á stríðið og um leið söguna. Faðir minn trúði því einlæglega að Bretar hefðu unnið styrjöldina, á meðan Bandaríkjamenn sáu um tyggigúmmíið og hver veit hvað Rússarnir voru að gera,“ segir Hastings.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.