Mildar og strangar mállöggur

Kristján og eiginkona hans Arna úti á svölum í Tómasarhaga …
Kristján og eiginkona hans Arna úti á svölum í Tómasarhaga með hluta af fjölskyldunni.

Kristján Árnason fæddist á öðrum í jólum 1946, og varð því 75 ára í gær. Hann er fæddur í Reykjavík, gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu, en fluttist 1952 til Akureyrar með fjölskyldunni, þegar faðir hans varð kennari við Menntaskólann á Akureyri. „Ég var öll sumur í sveit á Finnsstöðum í Kinn og hugðist verða bóndi og mjólkurbílstjóri.“

Skólanámið stundaði Kristján á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1966, reyndar eitt ár sem skiptinemi í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann stundaði háskólanám í íslenskum fræðum og síðan málfræði og varð cand. mag. frá Háskóla Íslands 1974. Hann stundaði síðan nám í almennum málvísindum við Edinborgarháskóla, og lauk doktorsgráðu þaðan árið 1977.

Með námi var Kristján í lausamennsku á Þjóðskjalasafni, Orðabók Háskólans og Stofnun Árna Magnússonar. Eftir námið hefur Kristján síðan unnið við kennslu, rannsóknir og ritstörf, fyrst við Mennaskólann við Hamrahlíð 1977-79 og var styrkþegi á Stofnun...