Treysta á velvilja landsmanna

Kristján segir það nærandi fyrir sál og líkama að vinna …
Kristján segir það nærandi fyrir sál og líkama að vinna fyrir sjálfboðaliðasamtök sem vinna að almannaheill Morgunblaðið/Eggert

Áramótin eru mikilvægur fjáröflunartími hjá slysavarnafélögunum og leggjast þar allir á eitt til að flugeldasalan gangi sem best. Kristján Þór hjá Landsbjörg segir m.a. fram undan að fjármagna smíði nýrra björgunarskipa:

Hverjir eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Það er í æði mörg horn að líta hjá stórum sjálfboðaliðasamtökum eins og Slysavarnafélaginu Landsbjörg en stærstu verkefnin í dag eru meðal annars þau að við erum að undirbúa endurnýjun allra okkar þrettán björgunarskipa, en fyrsta skipið kemur næsta sumar og mun það vera staðsett í Vestmannaeyjum. Von okkar er sú að endurnýjunin muni ekki taka lengri tíma en tíu ár.