Gefandi að starfa í kvenfélögum
Steinunn Guðmundsdóttir fæddist 4. janúar 1952 í Bolungarvík. „Ég hef búið í Bolungarvík alla tíð, meira að segja að mestu við sömu götuna fyrir utan tæp þrjú ár.“
Steinunn gekk í grunnskóla í Bolungarvík og fór síðar í Framhaldsskóla Vestfjarða. Hún lauk síðan B.ed.-próf í kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands og síðan framhaldsnámi, dipl.ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á sérkennslufræði, einnig frá Kennaraháskólanum. Hún lauk náminu Sterkari stjórnsýsla, nám fyrir stjórnendur í sveitarfélögum frá Háskólanum á Bifröst.
Meginhluta starfsævinnar hefur Steinunn starfað á vegum sveitarfélagsins eða á fjórða tug ára. Helstu störfin eru ræstingar, skólaliði, skólaritari, grunnskólakennari, sérkennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri. „Þann tíma sem ég hef verið kennari og skólastjórnandi hafa mörg skemmtileg verkefni verið unnin í skólanum, m.a. í evrópsku samstarfi „Comenius“ og „e-Twinning“...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.