Af hverju við getum engum treyst

Hugað að sjúklingi á spítala í úthverfi Parísar. Vonandi verður …
Hugað að sjúklingi á spítala í úthverfi Parísar. Vonandi verður bráðsmitandi en vægt ómíkrón-afbrigðið til þess að setja punktinn fyrir aftan það ástand sem ríkt hefur undanfarin tvö ár. Þá mun taka við heljarinnar uppgjör. AFP

Félagarnir Konstantin Kisin og Francis Foster hafa vakið verðskuldaða athygli með hlaðvarpinu Triggernometry. Þeir Kisin og Foster titla sig grínista en betra væri að lýsa þeim sem fluggáfuðum samfélagsrýnum og flinkum þáttastjórnendum. Í bestu þáttunum hafa félagarnir fengið til sín gesti af hægri vængnum til að ræða málin í rólegu en markvissu samtali þar sem kafað er á dýptina.

Fyrir viku setti Triggernometry í loftið stutt myndskeið sem sprengir alla skala, en þar útskýrir Kisin á óvenju skýran hátt hvað það er sem veldur að allstór hópur fólks er hikandi við að þiggja kórónuveirubóluefni. Engum hefur tekist að komast svona vel að kjarna málsins: