Nýtti sér þýskt yfirbragð við drápin

Þýskur hermaður stendur vörð á Foringjahöfuðstöðvum á austurvíglínunni.
Þýskur hermaður stendur vörð á Foringjahöfuðstöðvum á austurvíglínunni. Ljósmynd/Bundesarchiv

Nikolai Ivanovich Kuznetsov er nafn sem vafalaust fáir kannast við á okkar dögum og í raun einnig á tímum seinni heimsstyrjaldar því Nikolai þessi notaðist þá við ólík dulnefni. Hann er sagður bera ábyrgð á dauða ellefu háttsettra manna innan Þriðja ríkisins á 16 mánaða tímabili auk þess sem Nikolai aflaði upplýsinga fyrir öryggislögreglu Sovétríkjanna, NKVD. Þetta gerði hann í störfum sínum sem njósnari og hafði honum þá tekist að villa á sér heimildir og klæddist einkennisfatnaði þýska hersins. Nú þegar nærri 78 ár eru liðin frá andláti Nikolais er enn margt á huldu um hlutverk hans í styrjöldinni. Mun rússneska leyniþjónustan FSB að óbreyttu ekki aflétta leyndinni á skjölum er varða Nikolai fyrr en árið 2025.