Minnisleysi plagar kjósendur í Síle
Ég verð að játa að þótt hann sé róttækur vinstrimaður virkar Gabriel Boric betur á mig en margir aðrir þjóðarleiðtogar Rómönsku-Ameríku. Boric sigraði í seinni umferð forsetakosninganna í Síle þann 19. desember síðastliðinn og hlaut rösklega 55% atkvæða á meðan hægrisinnaði íhaldsmaðurinn José Antonio Kast fékk stuðning u.þ.b. 44% kjósenda.
Boric verður svarinn í embætti þann 11. mars næstkomandi og varir kjörtímabilið í fjögur ár, en samkvæmt stjórnarskrá Síle má Boric ekki bjóða sig aftur fram nema hann láti eitt kjörtímabil líða á milli framboða. Að því sögðu bendir flest til að Boric geti komið miklu í verk á meðan hann er við völd því vinstriflokkarnir eru með meirihluta á þingi, þótt naumur sé.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.