Mynd af manneskjunni
Einleikur danska leikskáldsins Peters Asmussens, Það sem er, í flutningi leikkonunnar Maríu Ellingsen, verður frumsýndur á sunnudaginn, 16. janúar, í Tjarnarbíói í þýðingu Auðar Jónsdóttur og leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Hefur verkið hlotið fjölda verðlauna og segir frá elskendum sem Berlínarmúrinn skilur að árið 1987. Eiga elskendurnir í leynilegu og lífshættulegu ástarsambandi, eins og því er lýst í tilkynningu frá leikhúsinu, og þrá þeir, sakna, örvænta og bíða. „En hver eru þau í raun og veru?
Og hvað gerist þegar múrinn á milli þeirra fellur?“ er spurt.
María átti frumkvæðið að uppfærslunni og fékk góðan hóp til liðs við sig en auk fyrrnefndra koma að sýningunni Melkorka Gunborg Briansdóttir sem aðstoðarleikstjóri, Anna Kolfinna Kuran sér um sviðshreyfingar, Filippía Elísdóttir sér um búninga, Snorri Freyr Hilmarsson um leikmynd, Björn Bergsteinn um lýsingu og Ólafur Björn Ólafsson um tónlist. Þá eru gervi í höndum Erlu...