Hvers kyns innrás verði svarað
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði í gær í Berlín með utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands, Jean-Yves Le Drian og Önnulenu Baerbock, og James Cleverly, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, en tilgangur fundarins var að sýna samstöðu vesturveldanna í Úkraínudeilunni.
Blinken mun funda með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Genf í dag, til að ræða ástandið í deilunni sem og kröfur Rússa, sem fela meðal annars í sér að Úkraínu verði meinað að ganga í Atlantshafsbandalagið.
Hétu ráðherrarnir því að hvers kyns innrás Rússa í Úkraínu yrði svarað af fullum þunga. Sagði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að vestræn ríki myndu ekki hika við að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum komi til innrásar, jafnvel þótt þær aðgerðir gætu haft efnahagslegar afleiðingar fyrir ríkin sjálf.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.