Mátti ekki mæta í jarðarförina
Höf og lönd skilja að blaðamann og viðmælanda þannig að úr Garðabæ er hringt myndsímtal til Berlínar í Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu. Þar býr hún ásamt dætrum tveimur, þeim Ísold og Ídu, og manni sínum Mikael Torfasyni rithöfundi, handritshöfundi og leikstjóra. Elma kemur sér fyrir á skrifstofu eiginmannsins og það glittir í stútfulla bókahillu fyrir aftan hana. Ída litla er heima í sóttkví, en þar er staðan svipuð og hér og annar hver maður fastur heima. Ída, sem er fjögurra ára, skilur ekki hvers vegna hún fær ekki óskipta athygli mömmu sinnar og tilkynnir hátt og snjallt að allir séu uppteknir! Mikael stekkur til og sinnir litlu dömunni á meðan mamman spjallar, en það er sannarlega margt á döfinni hjá Elmu og nóg að tala um. Elma leikur aðalhlutverk í nýrri kvikmynd sem ber nafnið Dimmalimm en það er einmitt eiginmaðurinn sem skrifar handritið, leikstýrir og kvikmyndar. Dæturnar leika einnig í myndinni þannig að Dimmalimm er sannkallað fjölskylduverkefni. Við ræðum líka um...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.