Söngvaskáldið í Bakkastofu
Valgeir Guðjónsson fæddist 23. janúar 1952 á fæðingardeild Landspítalans og varð því sjötugur í gær. Hann bjó fyrstu fimm árin á Njálsgötu en ólst síðan upp í Smáíbúðahverfinu.
„Ég var í sveit á Galtarvita norður af Súgandafirði í fimm sumur, þar sem ég lærði að skrifa veðurskeyti og lesa heimsbókmenntirnar. Stórkostlegur tími!“
Valgeir stundaði nám á dagheimilum, í Breiðagerðis- og Réttarholtsskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972.
„Eftir stúdentspróf starfaði ég sem afleysingakennari vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið og vandist því að tjá mig í margmenni. Ég stofnaði Spilverk þjóðanna með Agli Ólafssyni, Sigurði Bjólu og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur – Diddú. Við gáfum út sex plötur og að auki plötu Megasar, Á bleikum náttkjólum.“ Ekki má gleyma plötum Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi og Tívolí, frá þessum tíma, og að auki var Valgeir viðriðinn gerð platnanna Hrekkjusvína og Þegar mamma var ung, þar sem revíulög...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.