Alltaf hrókur alls fagnaðar
Árni Stefán Norðfjörð fæddist í Höskuldarnesi á Melrakkasléttu l. febrúar 1932. Foreldrar Árna voru Árni Stefán Norðfjörð og Sigrún Bergvinsdóttir. Faðir hans átti fimm alsystkini sem öll ólust upp í Reykjavík hjá foreldrunum, en þau voru Jóhannes Norðfjörð úrsmiður og Ása Jónsdóttir frá Ásmundarstöðum á Melrakkasléttu. Árni Stefán eldri ólst upp hjá móðursystur sinni, Önnu Jónsdóttur frá Ásmundarstöðum, og manni hennar Njáli Guðmundssyni, sem var landpóstur í N-Þingeyjarsýslu. Þau hjón voru barnlaus en tóku Árna Stefán eldri í fóstur ungan að árum og hjá þeim dvaldist hann til æviloka þar sem þau bjuggu í Höskuldarnesi á Sléttu. Hann lést á Vífilsstöðum aðeins 23 ára að aldri. Árni Stefán yngri fæddist í Höskuldarnesi 1932 og ólst upp til sjö ára aldurs mestmegnis hjá Njáli og konu hans Önnu eftir að faðir hans dó. Að vísu naut ömmusystur Árna ekki lengi við því hún dó 1935 og þá flutti Njáll með Árna litla til Raufarhafnar þar sem hann var til 1939 er hann fluttist til móður...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.