Dúxaði þrátt fyrir erfið veikindi

Sóley Kristín er hér með hundana Mugg og Tógó, en …
Sóley Kristín er hér með hundana Mugg og Tógó, en sá síðarnefndi þefar uppi lágan blóðsykur. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hin rúmlega þrítuga Sóley Kristín tekur á móti blaðamanni á heimili foreldranna á Seltjarnarnesi. Tveir stórir og krúttlegir svartir hundar eru fyrstir til að heilsa gestinum. Við setjumst í borðstofuna og Sóley segir blaðamanni frá lífi sínu, en hún hefur þurft að hafa meira fyrir hlutunum en flestir á hennar reki. Aðeins sautján ára gömul veiktist hún hastarlega af brisbólgu. Veikindin áttu eftir að versna og við tók fjöldi aðgerða. Sóley datt úr menntaskólanámi en löngu síðar skráði hún sig í nám hjá Keili og útskrifaðist nú í janúar sem dúx. Það kom henni sannarlega á óvart.

Brisfrumur græddar í lifrina