„Ólyginn sagði mér ...“
Slúður og áhrif þess urðu óvænt rauður þráður í doktorsrannsókn Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur, sem hefur vakið töluverða athygli.
Gréta býr á Þórshöfn á Langanesi og stundar doktorsnám við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri með byggðafræði sem undirgrein. Nýleg rannsókn hennar er hluti af doktorsverkefninu en hún fjallar um áhrif nærsamfélagsins á ungar konur í sjávarbyggðum. Þar voru margir áhrifaþættir skoðaðir en einn þeirra kom óvænt sterkur inn, slúðrið.
„Í doktorsnámi mínu tók ég þátt í verkefni Byggðastofnunar um búferlaflutninga á landsbyggðinni, Byggðafesta og búferlaflutningar, og rannsókn mín átti upphaflega að fjalla um áhrif samfélagsins á ungar konur í sjávarbyggðum. Í búferlakönnuninni var ein spurning á þá leið hvort slúður hefði áhrif á líf þitt og búsetu og þessi þáttur kom svo afgerandi og marktækur út að áhugavert varð að skoða hann betur,“ segir Gréta Bergrún sem fann þarna marktæka tengingu á milli búferlaáætlana og...