Þetta má aldrei gerast aftur!
Hermann Valsson mætti sem endranær glaður í bragði á æfingu hjá júdódeild Ármanns í Laugardalnum 18. janúar 2021. Nýbúið var að leyfa æfingar aftur eftir hlé vegna heimsfaraldursins og hugur í mönnum. Júdóið hafði verið líf og yndi Hermanns í meira en tvo áratugi og æfingarnar alla jafna verið skemmtilegar og gefið honum mikið. Hann átti ekki von á öðru en að þessi yrði eins. Annað kom á daginn.
Um var að ræða tækniæfingu en ekki keppnisæfingu sem er tilvalin fyrir eldri iðkendur sem farnir eru að mæta sjaldan og getustig ekki hátt sökum aldurs. Eftir upphitun var farið í svokallaða hengingaræfingu og gekk Hermann fram gegn iðkanda og þjálfara í meistaraflokki á þrítugsaldri. Vel hraustum. „Sjálfur er ég með svarta beltið í júdó en kominn af léttasta skeiði og hættur að keppa fyrir rúmum fimmtán árum. Eigi að síður hef ég mjög gaman af því að glíma við þessa ungu stráka á æfingum enda þótt þeir sópi auðvitað gólfið með mér. En þeir hafa samt...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.