Sólin sest á Londongrad

Frá þingfundi í Westminster á þriðjudag: Liz Truss utanríkisráðherra, Boris …
Frá þingfundi í Westminster á þriðjudag: Liz Truss utanríkisráðherra, Boris Johnson forsætisráðherra og Priti Patel innanríkisráðherra. Verður Bretland ekki lengur skjól fyrir illa fengið rúsneskt fé og samverkamenn Pútíns. AFP

Stundum koma lygilegustu tengingar í ljós þegar maður rekur örlagaþræðina frá einni kynslóð til annarrar.

Á gömlum landakortum af svæðinu umhverfis Svartahaf má finna útlínur smáríkisins Sírkassíu, rétt austan við Krímskaga og norðan við núverandi landamæri Georgíu.

Vopndjarfir ættbálkar bjuggu á þessum slóðum og sigrðu innrásarlið Tímúrveldisins á 14. öld og unnu stórsigra gegn hersveitum Ottómana en það var Inal mikli sem sameinaði ættbálkana á 15. öldinni og stofnaði Sírkassíu.

Rétt eins og Úkraína var Sírkassía frekar óheppilega staðsett mitt á milli uppivöðslusamra stórvelda. Á 18. öld gerðu Tatarar og Ottómanar þeim lífið leitt en enginn gekk jafn langt og Rússarnir sem vildu sölsa Sírkassíu undir sig til að ráða yfir sem mestu af strandlengju Svartahafs.